Lykla- og lásasmíði

Í Brynju færðu smíðaðar flestar gerðir af lyklum bæði fyrir hurðir og lása.

Við sérhæfum okkur í að smíða lykla í gamlar skrár, bæði í húsgögn og hurðar.

Oft er vandamál að fá skrár með réttri málsetnigu í gamlar hurðar þá tökum við gömlu skrána gerum við hana ef á þarf að halda, heinsum hana upp og smíðum í hana lykla.

Við erum einnig með kippur með orginal lyklum til heimláns bæði fyrir innihurðir og húsgögn ef lykill hefur glatast og hurðin er læst.

Við brýnum

Brýnum hnífa, skæri, hefiltennur, sporjárn og fleira.

Öll okkar brýnsla er kaldbrýning á hverfistein frá Tormek sem fer einstaklega vel með stálið.

Tormek brýnsla hefur margsinnis skorað hæst þegar gerðar hafa verið samanburðarprófanir á brýnslu hjá erlendum fagaðilum.

Skilti

Hjá okkur geturþú pantað hurðaskilti í miklu úrvali úr plasti áli eða messing.

Skiltin færðu svo send heim.

Einnig útvegum við emeleruð skilt frá Þýskalandi sem gjarnan eru notuð á hús eða til

upplýsinga.

0