Verslunin Brynja
Einn af föstu punktunum í iðandi verslunarlífi Laugavegarins var Verslunin Brynja, þar sem hún starfaði óslitið í 103 ár. Og með tilvísan til merkis verslunarinnar, sem var hinn sígildi lykill, þá er ekki ofsögum sagt að Verslunin Brynja hafi verið lykilverslun við Laugarveginn í 103 ár.
Verslunin er nú einungis starfrækt á netinu: brynja.is
Verslunin Brynja var stofnuð árið 1919 af Guðmundi Jónssyni, sem var ömmubróðir núverandi eiganda Brynju.
Allt frá byrjun verslunarinnar, rétt eins og nú í dag eru aðalverslunarvörurnar hverskonar járnvörur og verkfæri fyrir leika og lærða.
Árið 1919, á fyrstu árum verslunarinnar var hún staðsett við Laugaveg 24, í sama húsi og Fálkinn. Þegar verslunin hafði verið rekin þar í 10 ár, þá festi Guðmundur Jónsson, þáverandi eigandi hennar kaup á húsinu númer 29 við Laugaveg, þar sem Marteinn Einarsson hafði áður verið með sína verslun, en hann reisti stórhýsið þar sem nú er til húsa Kirkjuhúsið.
Verslunin hefur því um 90 ára skeið verið rekin á sama stað við Laugaveg 29.
Núverandi eigandi verslunarinnar Brynju er Brynjólfur Björnsson.
Verslunin Brynja hefur staðist kröfur tímans undir stjórn Brynjólfs Björnssonar og sífellt hafa verið gerðar breytingar og endurbætur á versluninni.
Lykillinn góði er tákn verslunarinnar Brynju, enda eru það oft fyrstu kynni viðskiptavina af versluninni að þeir kaupi sér lás, eða láta smíða fyrir sig lykla.
Það er því óhætt að segja, Verslunin Brynja er og verður lykilverslun við Laugaveginn.